Reykjavíkurmeistaramót Fáks verður haldið 11. – 16. maí nk. á félagssvæði Fáks. Skráning hefst föstudaginn 29. apríl á sportfeng og stendur til miðnættis fimmtudags 5. maí. Búist er við að dagskrá verði hefðbundin (fjórgangur, fimmgangur, tölt). Nánari dagskrá verður auglýst þegar skráning liggur fyrir og ráslisar birtir svo í framhaldinu.

Mótið er World Ranking mót og gilda reglur Feif um búnað knapa og hesta. http://www.lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/lh-log-og-reglur-mars_2015-1.pdf

Keppt verður í öllum helstu flokkum en ef næg skráning verður ekki í einhverjum flokki verður hann sameinaður öðrum.
Keppendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst og m.a. bent á að Fáksfélagar verða að vera búnir að greiða félagsgjaldið í ár til að geta skráð sig.
Skráning á eftirfarandi slóð: http://skraning.sportfengur.com/ þar er valið mót og síðan Fákur osfrv.Skráningargjöld eru:
Meistaraflokkur  – 6.500 kr. (nema gæðingaskeið 6.000 kr.)
1.flokkur, 2.flokkur og Ungmennaflokkur – 6.000 kr.
Unglingaflokkur og Barnaflokkur –  4.500 kr.
Kappreiðaskeið – 4.500 kr.

Allar nánari upplýsingar í síma 898-2017(Anna) eða 898-8445 (Jón Finnur)  eða á fakur@fakur.is