Fimmtudaginn 7. janúar 2016 heldur Hinrik Þór Sigurðsson reiðkennari og þjálfari á Isländsk Ridkonst & Aðalból ehf. fyrirlestur um hugarþjálfun og markmiðssetningu.
Fyrirlesturinn er haldinn á Sörlastöðum í Hafnarfirði 7. janúar kl. 19.30
Það er ótrúlegt hvað hugurinn stýrir árangrinum í því sem við tökum okkur fyrir hendur og rétt hugarfar og skýr markmið hjálpa okkur ótrúlega að ná því sem við ætlum okkur.
Hinni er reyndur reiðkennari og þjálfari og hefur í nokkur ár haldið fyrirlestra um markmiðssetningu og hugarþjálfun og kemur inn á mörg svið efnisins í fyrirlestrum sínum.
Hann talar meðal annars um listina að setja sér markmið, hugarfar og forsendur þess að ná markmiðunum og þær ákvarðanir sem við tökum á leiðinni.
Þetta er efni sem passar öllu íþróttafólki, í atvinnulífinu eða í einkalífinu til þess að þróa og bæta hugarfar sitt og ná árangri í hverju því sem við tökum okkur fyrir hendur.
Takið frá kvöldið og náið í innblástur fyrir komandi tímabil og byrjum veturinn með skýr markmið og náum árangri saman. Allir velkomnir
Verð: 1500 kr