Málþing um Heiðmörkina verður á morgun (laugardag) á Hótel Natura (gamla loftleiðahótelið) frá kl. 13:00 – 15:00 Við hvetjum alla hestamenn til að mæta til að sýna samstöðu í verki og til að standa tryggan vörð um að hestamenn fái að njóta góðra reiðleiða í Heiðmörkinni til framtíðar. Nefnd á vegum Fáks og hestamannafélaganna sem eru við Heiðmörkina (Sörla, Gust og Andvara) hefur unnið að skipulagi reiðvega og áningahólfa í Heiðmörk síðan 2004. Margir fundir hafa verið haldnir, kort teiknuð, bréf skrifuð og allt gert til að hestamönnum verði ekki úthýst úr Heiðmörkinni en það hefur verið þrýstingur í þá áttina. Fyrir þetta málþing hafa Dagný Bjarnadóttir, Halldór Halldórsson, Bergljót Rist, Guðrún Oddsdóttir, Þorvarður Helgason, Rúnar Sigurðsson unnið að „málsvörn“ og eiga þau þakkir skildar fyrir það, því það væri óbærileg tilhugsun ef Heiðmörkinni væri lokuð fyrir hestaumferð.
Allir að mæta á Málþingið (skráning á vef Orkuveitunnar www.or.is)