Á morgun verður farin hópreiðum miðbæ Reykjavíkur í tilefni Hestadaga í Reykjavík. Hvetjum við all til að fara og taka þátt í skemmtilegri reið og verður hvert hestamannafélag með sér hóp í reiðinni svo við megum gjarnan vera í einhverjum Fáksjakka eða snyrtilega klædd eftir veðri sem verður óvenju gott samkvæmt veðurspá.
Það vantar tvo fánabera sem fara fyrir Fáksmönnum, ef einhver getur þá vinsamleg hringið í s. 898-8445
Dagskráin er etirfarandi.
Mæting kl.12.00 við Vatnsmýrarveg, sama stað og í fyrra eða fyrir ofan Tanngarð og nær gömlu hringbrautinni (fyrir norðan BSÍ) – Lagt af stað í reiðina kl. 13.00
Leiðin: Vatnsmýrarvegur Njarðargata, Skólavörðustígur, Bankastræti, Austurstræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti, Tjarnargata, Hljómskálagarðurinn, Vatnsmýrarvegur.