Allar hestakerrur eiga að vera geymdar á kerrustæðinu. Með því að geyma kerrur á kerrustæðinu þá minnkar slysahætta, bílastæðum fjölgar og reiðleiðir verða betri svo það er engin spurning um að þetta er til mikillar bóta fyrir alla að geyma kerrur á kerrustæðinu. En það eru alltaf einhverjir sem ekki hlýða þessu en allar kerrur sem eru geymdar við hesthúsin verða fjarlægðar á kostnað eiganda og þarf að leysa þær út hjá borginni.