Já það verða súrir pungar, súrmatur, hangikjöt, saltkjöt, harðfiskur, svið og allur almennur og góður þorramatur á boðstólum á Þorrablóti Fáks að ógleymdum sætum pungum og gellum sem mæta á svæðið.

Eftir góðan útreiðartúr á laugardaginn er tilvalið að skella sér á Þorrahlaðborðið hjá Fáki sem verður í félagsheimili Fáks þann 17. janúar. Húsið opnar kl. 17:00 og stendur veislan fram eftir kvöldi en matur verður á borðum til kl. 20:00. Matur, söngur og gleði – hvað er hægt að hugsa sér það betra.

Aðgangseyrir á Þorrahlaðborðið er aðeins kr. 3.200 fyrir fullorðna, 1.000 fyrir 11 – 14 ára og frítt fyrir 10 ára og yngri.

Allir velkomnir á Þorrablót hjá Fáki.

 

Þorranefndin