Dýralækaskoðun verður á Íslandsmótinu fyrir þá hesta sem keppa í hringvallargreinum í fullorðinsflokkum (tölti, slaktaumatölti, fimmgangi og fjórgangi). ALLIR Í ÞESSUM FLOKKUM EIGA AÐ MÆTA Í SKOÐUN ÁÐUR EN MÆTT ER Í BRAUT (má koma allt að sólarhring áður, en mæta þarf bara með hestana einu sinni ef þeir eru í fleiri greinum).
Dýralæknaskoðunin “Klár í keppni” fer fram í norðurenda Reiðhallarinnar (bílastæðamegin) og er Sigríður dýralæknir við á milli kl. 13:00 – 17:00 á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Um helgina þurfa úrslitahestar í fullorðinsgreinunum að mæta aftur á milli kl. 10:00 – 14:00.
Hestar í ungmenna-, unglinga- og barnaflokkum sem og skeiðgreinum eiga EKKI að mæta í skoðun.