Næstkomandi þriðjudagskvöld, 29. apríl kl. 20:00 munu frambjóðendur í borgarstjórnarkosningum 2014 heimsækja Fáksmenn í félagsheimilinu. Nú er tækifæri okkar hestamanna að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og er yfirskrift fundarins “Er framtíð hestamennskunnar í Reykjavík? ”
Því fleiri sem mæta og því fleiri fyrirspurnir sem eru lagðar fram, því meiri líkur er að við náum árangri með svæðið okkar í framtíðinni. Það er alveg ljóst að ef við gerum ekkert fáum við ekkert svo sem flestir verða að mæta og hafa áhrif á verðandi borgarstjórnarmenn. Umræðuefni eru meðal annars, skipulag svæðisins, reiðvegir, nýliðun, hestamennskan sem íþrótt og tómstundargaman, reiðhöllin, lýsing á reiðvegum og hestamennskan í höfuðborginni.
Fundarstjóri er Sigurbjörn Bárðarson.
Stjórn Fáks hvetur alla Fáksmenn og áhugamenn um hestamennsku til að fjölmenna og taka þátt í umræðum ásamt því að njóta góðra veitinga. Nú þurfum við Fáksmenn að standa saman, oft er þörf en nú er nauðsyn.
Með kveðju Stjórn Fáks.