Ákveðið hefur verið að fresta Hringrásardegi Fáks sem átti að vera sunnudaginn 1 febrúar fram til sunnudagsins 8 febrúar. Líklegt þykir að flestir verði límdir fyrir framan skjáinn að horfa á Ísland keppa í handbolta svo það var talið skynsamlegast að fresta viðburðinum.

Hringrásardagur Fáks verður því sunnudaginn 8 febrúar frá kl. 13:00-17:00.  Á sama tíma fer fram fyrsta keppni í Meistaradeild æskunnar svo það verðu líf og fjör í Lýsishöllinni.