Þjálfun og þjálfarar
1.1. Stefna félagsins um þjálfara
- Stefna félagsins er að leiðbeinendur og reiðkennarar sem gegna stöðu þjálfara hjá félaginu séu með gild réttindi og séu á lista LH og FEIF yfir virka þjálfara, sjá nánar á heimasíðu FEIF: https://www.feif.org/education-dept/trainers/
- Erlendir þjálfarar skulu hafa gild réttindi í sínu heimalandi eða vera á reiðkennaralista LH og FEIF.
Þjálfarastig LH og FEIF eru eftirfarandi:
- Leiðbeinandi Level 1: Getur kennt byrjendum og frístundar knöpum grunnatriði í reiðmennsku og gangtegundum, með mikla áherslu á hestamennsku, þ.e að halda og meðhöndla íslenska hestinn auk almennra útreiða á honum.
- Menntun:
- Hólar 1. ár
- Knapamerki 1-5 auk skyndihjálp 20 tímar og ÍSÍ þjálfaranámskeið.
- FT próf tekið fyrir 2005: stöðupróf í knapamerkjum 3-5 auk ÍSÍ þjálfaranámskeiðs.
- Menntun:
- Leiðbeinandi Level 2: Getur kennt frístundar knöpum og keppnis knöpum upp í millistig. Þessi menntun getur falið í sér hæfni til þjálfunar unghesta, þótt hún geri það ekki alltaf.
- Menntun
- Hólar 2. ár
- Menntun
- Leiðbeinandi Lavel 3: Getur kennt knöpum á öllum getustigum, mismunandi greinum sportsins, sem og kynbótahluta greinarinnar. Þessi menntun felur í sér sannaða hæfni til þjálfunar unghrossa.
- Menntun
- Hólar 3. ár (BS í reiðmennsku og reiðkennslu)
- Menntun
- Reiðkennari Level 4: Eru alþjóðlegir sérfræðingar, færir um að kenna og þjálfa aðra leiðbeinendur, þjálfara og dómara, sem og hesta og knapa á öllum sviðum.
- Menntun:
- Meistaranám við hestafræðideild Hóla.
- Menntun:
- Þjálfarar félagsins skulu kynna sér nýjustu strauma og stefnur í þjálfun íslenska hestsins og þjálfun knapa þeirra. Þeir skulu sækja endurmenntunarnámskeið sem samþykkt eru af menntanefnd LH eða FEIF a.m.k. einu sinni á hverju þriggja ára tímabili.
- Hafi þjálfarar dottið út af reiðkennaralista LH og FEIF, þurfa þeir að fara á eitt opinbert símenntunarnámskeið samþykkt af menntanefnd LH eða FEIF (16 símenntunareiningar) áður en þeir geta hafið þjálfun hjá félaginu.
- Kröfur um gild þjálfaréttindi gilda ekki um sýnikennslur á vegum félagsins.
- Félagið getur ráðið til sín þjálfara sem ekki uppfylla ofangreind skilyrði hafi þjálfari þjálfað á vegum félagsins fyrir gildistöku þessarar stefnu.
- Félagið gerir skriflegan ráðningarsamning við þá þjálfara sem það ræður til sín.
1.2. Skyldur stjórnar gagnvart þjálfara og stuðningur
-
- Stjórn félagsins sér þjálfurum á vegum félagsins fyrir öruggu og góðu starfsumhverfi.
- Stjórn félagsins ber ábyrgð á fjármögnun starfsgildis yfirþjálfara hjá félaginu og skal vinna að því að sækja frekari styrki til félagsins til fjármögnunar þess.