Þetta er það sem verður á döfinni hjá Æskulýðsdeildinni á næstu vikum og mánuðum….. það sem enginn má missa af!  Nú er um að gera að merkja eftirfarandi viðburði inn á dagatalið 🙂
*Næsta sýnikennsla verður í Reiðhöllinni sunnudaginn 30. mars á milli kl 12 og 13
Þá verður sýnd fimi, bæði á hesti og einnig verður dómari sem fer yfir reglurnar og útskýrir leiðara dómara.  Um að gera að kynna sér þessa skemmtilegu íþróttagrein sem er m.a. keppnisgrein á Íslandsmóti. Eftir sýnikennsluna bjóðum við upp á léttan hádegismat og svo stefnum við á sameiginlegan útreiðartúr Æskó þ.e.a.s. ef að veðrið hagar sér.

*Sýningin Æskan og Hesturinn verður á sínum stað og að þessu sinni sunnudaginn 6. apríl.  Allir grímuklæddir pollar velkomnir. Skáning á fakur@fakur.is

Kári Steins

Kári Steins

*Páskabingóið okkar sem áður var auglýst í mars, verður fært til miðvikudagsins 9. apríl þar sem að páskarnnir eru í seinni kantinum þetta árið.
Bingóið verður frá kl.19 -21 í Félagsheimilinu og það verða mörg RISA páskaegg í vinninga, ásamt mörgum öðrum minni vinningum. Stórskemmtileg fjölskylduskemmtun fyrir allan aldur sem enginn má láta fram hjá sér fara!  Veitingar verða seldar til styrktar Æskulýðsdeildinni.

*Sunnudaginn 13. apríl verður sýnikennsla í Reiðhöllinni á milli kl 12 og 13
Á eftir sýnikennsluna ætlum við að fá okkur hádegissnarl og fara í sameiginlegan Æskó útreiðartúr…… gerum bara ráð fyrir því að veðrið verði í lagi enda á vorið að vera komið þá 😉

*Líflandsmótið verður 26. og 27. apríl í Reihöllinni í Víðidal og verður það loksins tveggja daga mót.  Það er löngu tímabært finnst okkur, þar sem að þetta er eitt stærsta hestaíþróttamót sem haldið er innanhús!  Forkeppnin fer fram á laugardeginum og verða öll úrslit og verðlaunaafhendingar á sunnudeginum ásamt pollunum sem keppa í tölti og tvígang. Keppt verður í fyrsta sinn í fimi og er tilvalið að æfa sig fyrir Íslandsmótið!

Í byrjun apríl hefst keppnisnámskeið fyrir börn og unglinga sem huga á úrtöku fyrir LM 2014

Búið er að ráða fjóra þjálfara, þau Önnu, Friffa, Hrefnu Maríu og Hennu Síren.  Koma þau til með að þjálfa börnin fyrir Gæðingamót/úrtöku Fáks fyrir LM  Þjálfararnir halda síðan áfram með þá knapa sem unnið hafa þátttökurétt á LM Hugmyndin er sú að þjálfararnir fylgi knöpunum “Alla leið í braut á LM

Fundur verður haldinn með börnum, unglingum og foreldrum/ forráðamönnum um þessa nýju skemmtilegu hugmynd, þriðjudaginn 25.mars kl. 20:00 í Guðmundarstofu

Kær kveðja,

Æskulýsdeildin