Vetrarþjónusta reiðvega

Fákur sér um snjómokstur á reiðvegum á félagssvæði sínu.

  • Verklag er með þeim hætti að þegar snjóar að þá er fyrst forgangssvæði 1 þjónustað og 2 í framhaldinu sé tími til þess.
  • Snjómokstur getur verið tímafrekur eftir aðstæðum en ávalt má búast við að forgangssvæði 1 sé þjónustað samdægurs og svæði 2 daginn eða dagana á eftir.

Meðfylgjandi kort sýnir hvaða svæði eru í fyrsta og öðrum forgangi. Hægt er að senda ábendingar vegna þessa á fakur@fakur.is.