Æskulýðsnefnd
Stjórn skipar æskulýðsnefnd sem starfar sem undirnefnd stjórnar. Æskilegt er að æskulýðsnefnd sé skipuð a.m.k. að hluta til af foreldrum eða forráðamönnum polla, barna, unglinga eða ungmenna sem eru iðkendur í félaginu.
Nefndin skipar úr sínum hópi formann sem er ábyrgur gagnvart stjórn félagsins fyrir störfum nefndarinnar og stýrir fundum hennar.
Markmið með störfum æskulýðsnefndar
Markmið æskulýðsnefndarinnar er m.a. eftirfarandi:
- Að efla æskulýðsstarf félagsins.
- Að efla tengsl foreldra og forráðamanna þeirra polla, barna, unglinga og ungmenna sem eru iðkendur í félaginu.
- Að efla samskipti og félagsleg tengsl milli iðkenda, bæði með og án hests.
- Að stilla upp viðburðar- og námskeiðisáætlun með æskulýðsfulltrúa og framkvæmdastjóra félagsins.
- Að undirbúa og stýra viðburðum æskulýðsnefndar.
Æskulýðsnefnd stefnir að því að ná þessum markmiðum með því að:
- Hvetja foreldra til þátttöku með börnum sínum í starfi félagsins og viðburðum á vegum æskulýðsnefndarinnar.
- Að vera opin og sveigjanleg fyrir nýjum hugmyndum.
- Að hvetja foreldra til að aðstoða við skipulagningu og framkvæmd viðburða á vegum æskulýðsnefndar.