Á uppskeruhátíð Fáks eru afreksknapar heiðraðir og valinn knapi Fáks ár hvert. Margir Fáksmenn stóðu sig vel á árinu og voru í fremstu röð á flestum opnum mótum ársins. Í ár varð Sigurbjörn Bárðason valinn knapi Fáks. Hann státar af miklum og góðum keppnisárangri og var hann m.a. Reykjavíkurmeistari í gæðingaskeiði og 250 m skeiði. Íslandsmeistari í 150 m skeiði og 250 m skeiði og í öðru sæti í töltinu. Sigraði 150 m og 250 m skeið á gæðingamóti Fáks, annar í A-flokki gæðinga og sigurvegari A-flokks gæðinga á Metamótinu. Sigraði 150 m skeið á gullmótinu og í úrslitnum í tölti og annar í 250 m skeiði.
Aðrir knapar sem voru heiðraðir fyrir afrek á keppnisvellinum voru
Árni Björn Pálsson
Hinrik Bragason
Sigurður Vignir Matthíasson
Valdimar Bergstað
Viðar Ingólfsson