Hestamannafélagið Fákur mun halda Íslandsmót fyrir börn, unglinga, ungmenni og fullorðna þann 23. -27. júlí 2014. Til þess að mótið verði sem glæsilegast þurfum við á mörgum hjálparhöndum að halda, enda vinna margar hendur létt og skemmtilegt verk 🙂 Mótið verður bæði viðamikið, þar sem keppt verður á tveimur völlum samtímis, en jafnframt skemmtilegt og munum við leggja okkar metnað í það að það verði eftirminnilegt sem gott Íslandsmót fyrir keppendur, áhorfendur og mótshaldara.

Til að auðvelda skipulagninguna biðlum við til ykkar sem eru jákvæð og vilja hjálpa til við mótið (alveg sama í hvaða hestamannafélagið þið eruð því hver klukkutími telur) að skrá ykkur á eftirfarandi form (smellið á linkinn og það tekur 15 sek. að skrá sig).  Þið getið haft samband er það eru einhver vandkvæði að senda formið (sem á að gerast sjálfkrafa) í síma 898-8445 eða fakur@fakur.is

https://docs.google.com/forms/d/1fKVvY_bPJ2F5XWQOR8LLvm_svtfYDFXHERxqnh-nbe0/viewform?c=0&w=1&usp=mail_form_link

Takk fyrir að sýna áhuga á að hjálpa til við mótið.

Bestu kveðjur mótanefnd