Hið geysivinsæla Riddaranámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni hefst laugardaginn 22. febrúar nk. Lögð er áhersla á þessu námskeiði á að hafa gaman á hestbaki, en á sama tíma að læra að nota léttar ábendingar og skilja hestinn okkar betur í gegnum leik og fjör. Skipt verður í hópa eftir getu og er hver tími er 45 mínútur. Á námskeiðinu verður meðal annars verður farið í hindrunarstökk, skrautreið, hestafótbolta og þrautabraut (frábær undirbúningur fyrir TREC). Kennari er Karen W. Barrysdóttir.
Brokk og tölt hópur: Þokkalega hestfærir krakkar sem eru öryggir í að ríða upp á milliferð á brokki/tölti.
Stökk hópur: Krakkar sem eru óhræddir við að ríða á hraðari gangtegundum (greitt tölt/brokk og stökk), jafnvel berbak ofl.
Verð kr. 16.500
Tímar: 8 talsins
1. tími laugardaginn 22. febr. fyrsti hópur kl. 10:30
2. tími sunnudaginn 23. febr. fyrsti hópur kl. 10:30
3. laugardaginn 1. mars fyrsti hópur kl. 10:30
4. laugardaginn 8. mars fyrsti hópur kl. 10:30
5. laugardaginn 15. mars fyrsti hópur kl. 10:30
6. laugardaginn 22. mars fyrsti hópur kl. 10:30
7. laugardaginn 29. mars fyrsti hópur kl. 10:30
laugardaginn 5. apríl FRÍ (æskan of hesturinn ofl.)
8. laugardaginn 12. apríl fyrsti hópur kl. 10:30 – stefnt á að vera úti.
Skráning fer fram á sportfeng (sjá vefslóð og nánari leiðbeiningar). http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
1. Velja félag (Fák).
2. Kennitala þátttakanda osfrv.
3. Velja atburð (haka við það námskeið og tímasetningu sem nemandinn velur), ef ekki er hægt að haka við þá er sá hópur orðinn fullur.
4. Setja í körfu og ganga síðan frá greiðslu (námskeiðið ekki klárt fyrr en búið er að greiða). Nánari upplýsingar í síma 898-8445