Sigvaldi kokkur er orðinn frægur á meðal karlanna í Fáki fyrir frábært villibráðarhlaðboð á Herrakvöldunum. Nú mun villibráðarveislan verða með öðru sniði því núna ætla Herranefnd og Kvennanefnd að standa saman fyrir þessu kvöldi. Við hvetjum Fáksmenn og aðra hestamenn til að taka laugardagskvöldið 8. október frá og mæta í ógleymanlega veislu fyrir bragðlaukana ásamt léttri skemmtun. 🙂
Nánar auglýst síðar.