Hestamannafélagið Fákur hefur skipulagt 45 viðrunarhólf í Víðidal. Meðfylgjandi eru reglur sem stjórn hefur sett sér í kringum úthlutun á hólfunum.
Úthlutnarreglur viðrunarhólfa í Víðidal:
- Einungis skuldlausir Fáksfélagar geta sótt um hólf.
- Einstaklingar sem deila hesthúsi eða pör geta einungis sent inn eina umsókn.
- Auglýsa skal eftir umsóknum um viðrunarhólf eigi síðar en 10. apríl og er umsóknarfrestur til 20. apríl ár hvert.
- Sjálfboðaliðar Fáks njóta forgangs við úthlutun hólfa og fara þeir í fyrsta pott sem dregið er úr og síðan er dregið um aðra umsækjendur. Úthlutun er birt á heimasíðu Fáks.
- Leyfilegt er að setja upp girðingar á tímabilinu frá 10. júní til loka september. Girðingarnar skulu vera tveggja strengja rafmagnsgirðingar.
- Ganga skal vel um hólfin og epla eða dreifa vel úr taði sem safnast saman í hólfinu.
- Í lok leigutímabils skal skila hólfinu í góðu ástandi og girðingar teknar niður fyrir veturinn.
- Þeir sem fá úthlutað hólfi og ætla ekki að nota það skulu skila því til félagsins sem endurúthlutar hólfinu.
- Þeir sem taka ekki niður girðingar sínar að hausti fara aftast í úthlutun hólfa fyrir árið á eftir.
Reglur um notkun hólfanna:
- Óheimilt er að hafa hesta í hólfunum yfir nótt.
- Óheimilt er að hafa graðhesta í hólfunum.
- Óheimilt er að hafa folöld eða ótamin trippi í hólfunum.
- Óheimilt er að leigja hólfið til þriðja aðila.
Úthlutun viðrunarhólfa fer eins og áður segir fram líkt og happdrætti og ef umsækjendur eru fleiri en hólfin þá kann að vera að umsækjandi fái engu hólfi úthlutað. Þá er heldur ekki hægt að halda hólfum milli ára þar sem hólfaúthlutun er happdrætti.
Stjórn ákveður verð fyrir hólf ár hvert. Séu reikningar ekki greiddir á eindaga gengur úthlutun til baka og félagið úthlutar hólfinu til næsta aðila.
Hér að neðan er linkur þar sem hægt að skoða hólfin í gegnum borgarvefsjána.
Samþykkt á stjórnarfundi þann 20. ágúst 2024.
Uppfærðar reglur á stjórnarfundi þann 20. janúar 2025.