Aðrir vetrarleikar Fáks verða haldnir laugardaginn 15. mars klukkan 12:00. Vetrarleikarnir eru opnir öllum. Pollar og börn keppa inni í Lýsishöllinni en aðrir flokkar úti.
Skráning fer fram í Lýsishöllinni í andyrinu, laugardaginn 15.mars kl 10:00 – 11:30 Ráslisti verður birtur á facebooksíðu Fáks kl 12:00
Boðið verður upp á vöfflur og kaffi upp í reiðhöll meðan skráning fer fram.
Ekkert skráningargjald.
Keppnisfyrirkomulagið er þannig að pollar og börn keppa inni í reiðhöllinni. Börn ríða upp á vinsti hönd hægt tölt og síðan frjálsa ferð. Úrslit verða riðin strax á eftir.
Úti skal sýna hægt tölt og frjáls ferð til baka, 2 ferðir. Úrslit á eftir hverjum flokki og verðlaunaafhending.
- Pollaflokkur (teymdir)
- Pollaflokkur (ríðandi)
- Barnaflokkur minna vanir
- Barnaflokkur meira vanir
- Unglingaflokkur minna vanir
- Unglingaflokkur meira vanir
- Ungmennaflokkur
- Fullorðnir /minna vanir
- Fullorðnir / meira vanir