Vetrarleikar Fáks verða á sunnudagsmorgun en ekki laugardag eins og til stóð en þeir voru fluttir vegna Meistaradeildarinnar sem verður í dalnum á sama tíma (og einnig hliðrað til vegna fermingaveislna). Vetrarleikarnir byrja kl. 10:00 á sunnudagsmorguninn (enda um 12:00) og verður röð keppnisflokka eftirfarandi; barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og svo heldri Fáksmenn (55 ára og eldri, konur og karlar) karlar II, konur II, karlar I og konur I.  Allir flokkar keppa á hringnum á Hvammsvellinum.

Síðan endum við á pollaflokki upp í TM-Reiðhöll (um og upp úr 12) og þá grillum við einnig pylsur í svanga Fáksfélaga.

Skráning í TM-Reiðhöllinni frá kl. 9:15 – 9:45 og kostar skráningin þúsund kall, nema pollar, börn og unglingar fá frítt.