Fyrri vetrarleikar Fáks 2015 verða á laugardaginn nk. (21. febr.). Stefnt er að því að keppa á beinu brautinni á Hvammsvellinun en það gæti breyst með veðri og vindum en spáð er miklu frosti þennan dag og ef aðstæður eru ekki hestvænar þá verður mótinu frestað og verður tilkynning gefin út um það á laugardagsmorgunin en við vonum það besta 🙂

Keppt verður með hefðbundnu sniði þ,e, 2 ferðir á beinni braut á hægtu tölti aðra leiðina og fegurðartölt/yfirferðartölt til baka og úrslitin í beinu framhaldi eftir hvern flokk. Athugið að það er nýr flokkur sem er fyrir Heldri Fáksmenn (55 ára og eldri) og gaman ef það yrði góð þátttaka í honum. Eins og í fyrra verða pollarnir inn í Reiðhöllinni.

Flokkar:
Teymdir pollar
Pollar - ríðandi
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
Heldri Fáksmenn (55+ í aldri og blandaður hópur)
Karlar II
Karlar I
Konur II
Konur I

Skráning í Reiðhöllinni 10:50 - 11:30
Pollar byrja kl. 12:00 í Reiðhöllinni og barnaflokkur kl. 12:30 úti og þá á
Hvammsvellinum.

Skráningargjöld kr. 1.000 en frítt fyrir polla, börn og unglinga.