Langþráður draumur að rætast er en næstkomandi mánudag hefjast framkvæmdir við lagfæringar á Vatnsveituvegi. Reiknað er með því að þetta taki a.m.k. allan mánudaginn og standa eitthvað fram eftir þriðjudeginum.

Meðan á þessum framkvæmdum stendur mun aðkoman frá Breiðholtsbraut verða lokuð (nema að dýraspítalnum). Opið verður frá Selásbraut og þurfa þeir sem fara í Víðidalshlutann að aka innan svæðis eftir því sem hægt verður.
Vinsamlega takið tillit til aðstæðna og akið varlega á svæðinu þessa daga.