Hið árlega Almannadalsmót var haldið á hinu fallega félagssvæði Fáks í Almannadal laugardaginn 23.maí.  Mótið var með léttu sniði að vanda og keppt var í tölti og 100 m skeiði.  Að móti loknu var  grillað í yfirbyggða hringgerðinu og allir kátir og sælir, ekki síst þeir sem voru að keppa í fyrsta sinn. Við þökkum keppendum fyrir sem og Almannadalsbúum sem héldu  mótið og tóku höfðinglega á móti gestum og gangandi.

 

Pollaflokkur

Jón Tjörvi Morthens á Særúnu frá Suður-Bár, grárri, 15 vetra

Karen Thea Theódórsdóttir á Ljúf frá Strandarhöfði, brúnum 23 vetra

 

16 ára og yngri, minna vanir

  1. Lena Dögg Davíðsdóttir á Eyvindi frá Staðarbakka, brúnum, 12 vetra
  2. Eygló Hildur Ásgeirsdóttir á Hjaltalín frá Oddhóli, rauðtvístjörnóttum, 12 vetra
  3. Íris Embla Jónsdóttir á Prins frá Árbakka, brúnum , 9 vetra
  4. Kristín Hrönn Pálsdóttir á Snörp frá Hoftúni, rauðri, 9 vetra
  5. Bertha Marín Róbertsdóttir á Karakter frá Kópavogi, jörpum, 16 vetra

 

16 ára og yngri, meira vanir

 

  1. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir á Búa frá Nýjabæ, gráum, 10 vetra
  2. Elmar Ingi Guðlaugsson á á Kufli, skjóttum
  3. Dagur Ingi Axelsson á Elínu frá Grundarfirði, móálóttir, 22 vetra
  4. Auður Rós Þormóðsdóttir á Gyðju frá Kaðalstöðum, grárri 19 vetra
  5. Hekla Rist á Sleipni frá Hrafnhólum, svörtum, 24 vetra
  6. Kolka Rist á Mola frá Strandarhöfði, brúnum, 10 vetra

 

Byrjendaflokkur, allur aldur

 

  1. Verena Wellenhofer á Mósu frá Hrafnagili, grárri, 10 vetra
  2. Loftur Magnússon á Gremju frá Hvammi, rauðri, 14 vetra
  3. Ragnheiður Ásta á Leik frá Lyngheiði 4, rauðstjörnóttum, 6 vetra
  4. Margrét Lára Einarsdóttir á Spurningu frá Skarði, brúntvístjörnóttri, 9 vetra

 

 

17 ára og eldri, minna vanir

 

  1. Davíð Aron Guðnason á Trú frá Hólaborg, brúnni, 8 vetra
  2. Edda S Þorsteinsdóttir á Selju frá Vorsabæ, brúnstjörnóttri, 9 vetra
  3. Heiðar Breiðfjörð á Hnokka frá Hamrahóli, brúnum, 12 vetra
  4. Begga Rist og Lomber frá Njarðvík, móálóttum, 7 vetra

 

 

17 ára og eldri, meira vanir

 

  1. Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir á Orku frá Ytri-Skógum, rauðskjóttri, 6 vetra
  2. Hlynur Guðmundsson á Vöku frá Miðhúsum, rauðri, 8 vetra
  3. Ásta Friðrikka Björnsdóttir á Söndru frá Dufþaksholti, moldóttri, 9 vetra
  4. Haraldur Einarsson á Birtu frá Lambanesreykjum, bleikálóttri, 7 vetra
  5. Hrefna Hallgrímsdóttir á Penna frá Sólheimum, brúnum, 15 vetra
  6. Guðmundur Jónsson á Blika öðrum frá Strönd, rauðskjóttum, 12 vetra

 

100 metra skeið

  1. Erlendur Ari Óskarsson á Ásdísi frá Dalsholti, brúnni 8 vetra
  2. Hlynur Guðmundsson á Stússý frá Sörlatungu, jarpvindóttri, 10 vetra
  3. Ragnar Hilmarsson á Dóru frá Laugabóli, móálóttri, 9 vetra
  4. Guðmundur Jónsson á Læk frá Hraunbæ, brúnskjóttum, 9 vetra
  5. Valgerður Sveinsdóttir á Ösku frá Hraunbæ, grárri, 12 vetra