Það verður líf og fjör í Víðidalnum nk. laugardag (11. okt). Þá verður haldið uppboð á nokkrum hestum/trippum í gerðinu við félagsheimilið og í kjölfarið verður sölusýning á góðum reið- og keppnishestum á brautinni fyrir framan félagsheimilið. Þar verða á boðstólum allar gerðir af hestum og allir ættu að geta fundið sér eitthvað skemmtilegt til að horfa á og jafnvel að gera hagstæð kaup í framtíðarhesti. Það verða  þrjú til fjögur hross í brautinni í einu svo sýningin mun ganga fljótt og vel fyrir sig. Hrossin og umráðamenn þeirra verða svo með þau í tveimur hesthúsum fyrir ofan félagsheimilið svo þægilegt verður að skoða hrossin betur og fá þar nánari upplýsingar.

Uppboðið byrjar kl. 11:00 og hefst sölusýningin strax í kjölfarið (búið í hádeginu).

Frítt kaffi, safi og léttar veitingar í Guðmundarstofu en þar verða einnig seldir miðar á Herrakvöld Fáks sem eru um kvöldið.

Veðurspáin er góð, fríar veitingar, fínir hestar og skemmtilegir hestamenn…….. og er það bara helv. góð uppskrift til að starta góðum degi?

Allir að gera að mæta.