Þeir sem nota reiðsalinn í Reiðhöllinni sýni starfsfólki og öðrum reiðmönnum tillitsemi og virðingu. Allir notendur gangast sjálfkrafa undir eftirfarandi reglur.

1.    Hjálmaskylda er í reiðsal.

2.    Láta vita af sér og passa að trufla ekki aðra áður en teymt er inn í reiðsalinn.

3.    Farið á bak og af baki inn á miðjum velli en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.

4.    Sá sem ríður á hröðustu gangtegundinni á réttinn á ytri sporaslóð, aðrir ríða á innri sporaslóð.

5.    Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð og ef stöðva skal hest ber að færa sig á innri sporaslóð eða inn á völlinn ef þörf krefur.

6.    Tvær hestlengdir skulu ávallt milli hesta. Ekki má ríða hlið við hlið eða hafa tvo hesta til reiðar.

7.    Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði (sá sem ríður á hægri hönd fer út af sporaslóð (inn á völlinn) ef hann mætir reiðmanni sem ríður á vinstri hönd).

8.    Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð.

9.    Fylgja ber hefðbundnum reiðleiðum á vellinum og forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa.

10.    Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á reiðþjálfun stendur né binda hesta þar.

11.    Reiðmenn og áhorfendur hafi hugfast að órói og hávaði truflar menn og hesta.

12.    Allir sem eru í salnum eru á eigin ábyrgð.