Tommamótið verður haldið laugardaginn 10. sept nk. og byrjar mótið fyrir hádegi á hringvallargreinum, fjórgangi, slaktaumatölti, fimmgangi og tölti. Eftir það þarf að næra sig og verður boðið upp á grillaða borgara og pylsur að hætti húsins. Eftir hádegislúrinn verður haldið áfram og keppt í 100 m skeiði og síðan hefjast úrslit í hringvallagreinunum.

Um að gera að skrá sig og hafa gaman saman á síðasta útimóti ársins J

Skráning er á   skraning.sportfengur.com