Hið skemmtilega Þorrablót Fáks verður nk. laugardag í félagsheimili Fáks. Að venju verður farinn Þorrareiðtúrinn upp í Almannadal. Lagt af stað frá Reiðhöllinni kl. 14:00 og eru veitingar í áningu, m.a.guðaveigar Þorra (brennivínsstaup), kleinur og safi fyrir yngri. Allir að mæta og hafa gaman saman og skella sér í félagsheimilið þar sem Silli kokkur er með tilbúið þorrahlaðborð fyrir alla. Harmonikkuspilarar munu spila undir í fjöldasöng. Höfum gaman saman á þorrablóti.

Húsið opnar kl. 17:00 (matur á hlaðborði frá kl. 17:30)

Verð kr. 3.700 (1.000 kr. fyrir 11-14 ára en frítt fyrir 10 ára og yngri)

Allir að mæta og taka með sér gesti 🙂