Hið geysivinsæla Þorrablót Fáks verður haldið nk. laugardag (16. jan) og sameiginlegur reiðtúr. Sigvaldi kokkur sér um eitt flottasta þorrahlaðborð landsins og verður matur á borðum frá kl. 18:00 – 21:00. Húsið opnar kl. 17:30

Harmonikkuspil og söngur

Á laugardaginn verður einnig farinn sameiginlegur stuttur reiðtúr. Lagt af stað frá Reiðhöllinni kl. 14:00. Veitingar í áningu, ma.a. guðaveigar Þorra (brennivínsstaup), kleinur og safi fyrir yngri. Allir að mæta og hafa gaman saman og skella sér svo á Þorrablótið.