Fyrirlestur Þormars Ingimarssonar um hestaferðir verður laugardaginn 21. febr. (en ekki 14. eins og til stóð). Fyrirlesturinn verður í Guðmundarstofu og hefst kl. 11:00 og þar verða léttar veitingar á boðstólum og frítt inn.

Þormar er einn af okkar reyndustu hestaferðalöngum og hefur farið landið þvert og endilangt, bæði með Fáki og sem fararstjóri hjá Íshestum. Hann er því einkar fróður um hvernig þarf að undirbúa hestaferðir svo þær takist eins vel og stefnt er að. Þormar hefur einnig lent í mörgum skemmtilegum atvikum (sumum reyndar bara skemmtilegum eftir á) í hestaferðum og mun hann fara yfir það helsta sem getur komið upp á og hvað þarf að passa upp á í ferðunum.

Fróðlegur fyrirlestur hjá Þormari  um hestaferðir sem enginn ætti að láta fara fram hjá sér laugardaginn 21. febr. Allir velkomnir.

Fræðslunefnd Fáks