Fákur vill þakka öllum þeim sem komu að því að hjálpa til við að halda glæsilegt Reykjavíkurmót. Það er ekki hrist fram úr annari erminni að halda svona mót enda mótið sennilega lang stærsta íþróttamót sem haldið er innan hestamennskunnar (Suðurlandsmótið er þó líka mjög stórt). Fljótt á skotið eru vinnustundirnar ekki undir 950 í svona móti (fyrir utan dómarana). Það eru um 24 vinnuvikur hjá einum manni og ef ætti að kaupa alla þessa vinnu þá væri það ekki undir 2,5 millj. í kostnaði. En þegar margir hjálpast að þá vinnast verkin vel, en ekki af sjálfu sér. Þúsund þakkir til þeirra sem unnu á mótinu.
Mótanefnd og allir sjálfboðaliðar, þið getið verið stolt af þessu móti.
Kveðja frá Fáki