Það var frábær hópur af hestakrökkum sem hittust í Félagsheimilinu á föstudaginn. Mæting var frábær en alls eyddu kvöldinu saman 32 en alla nóttina voru 26. Byrjuðum við á að funda og áttu þau að koma sjálf með hugmyndir að því sem gera á í vetur sem og hvernig námskeið þau vilja og annað.

Þessar hugmyndir komu á fundinum:

Hestafimleikar

Fleiri keppnir

Kappreiðar

Lazertag á hestbaki

Hesta skreytingarkeppni og námskeið

Hestaferð og tjalda

Baka hestanammi

Hestastuttmyndavika

Hindranastökk keppni

Fimikeppni

Hestaleiksýning

Hestafeluleikur

Klikkþjálfun

Fara berbakt kringum Rauðavatn

Hestafótbolti

Og svona mætti lengi telja frábærar hugmyndir enda frábærir krakkar hér á ferð.

Því næst kom pizza sem rann ljúflega ofan í fjöldann, eftir mat vorum við svo heppin að hún Karen kom og kynnti fyrir krökkunum klúbbinn sem hún og Sif eru með. Síðan var farið út í fótbolta og aðeins að henda snjóboltum. Það var dansað og horft á video, gamlar myndir skoðaðar og fleira.

Nóttin gekk vel en það var misjafnt hvað hver svaf lengi sumir búnir að á ákveða að sofa minna og aðrir sem sváfu allt af sér en það fóru allir glaðir heim á laugardagsmorgun en misþreyttir án efa.

Með tilhlökkun fyrir vetrinum og takk fyrir samveruna sem og hjálpina frá þeim foreldrum sem komu að þessu kvöldi.

 

Kveðja

Elsa Blöndal Sigfúsdóttir,

formaður Æskulýðsnefndar Fáks