Eru ekki allar klárar, ekki í meiningunni gáfaðar því það er engin spurning, heldur TILBÚNAR í hið víðfræga kvennakvöld Fáks sem verður haldið laugardaginn 7. mars nk.  Nokkrar eftirlegurkindur hafa sést spranga búð úr búð og biðja um “Rokkabillygelluklæðnað” því það á að toppa sig eins og alltaf í búningaútgerðinni. Keilubrjótstahaldarar hafa einnig selst upp því “vinkonurnar” voru í keilu á þessum tíma en ekki þrýstar upp með skoru eins og er í tísku í dag.

Einnig hefur aukist salan á kuldagöllum og svefnpokum því allar mæta þær í röðina og bíða eftir því að miðasalan opni í félagsheimilinu á laugardeginum áður (28. febr). Miðasala er opin frá kl. 9-12 

Allar dömur, konur og stúlkur taka daginn frá,  “pleysa” kallinum fyrir framan sjónvarpið svo hægt sé að komast í fyrirpartý, kaupa smurefni svo auðveldara verði að komast í ballgallann, skuttla börnunum í pössum því það verður mega stuð og dansað af sér rassga… þetta kvöld eins og venjulega.

Sjáumst hressar og kátar á kvennakvöldi Fáks

Stjórn kvennadeildarinnar