Það má með sanni segja að sumardagurinn fyrsti hafi verið gleðidagur hér hjá okkur Fáksverjum. Vel á annað hundrað þátttakendur spreyttu sig í Firmakeppninni í blíðskaparveðri.
Ekki var gleðin minni upp við TM-Reiðhöllina því þar voru grillaðar pylsur, gos, Candyflos, andlitsmálun og hoppukastali í boði Fáks og Ingu í Skemmtigarðinum. Mikill fjöldi fólks var á svæðinu eða um 500 manns sem nutu hestana, leiktækjanna og félagsskapar við aðra skemmtilega hestamenn.
Við viljum þakka öllum þeim sem aðstoðuðu okkur að gera þennan dag svona skemmtilegan sem og þeim sem komu og heimsóttu okkur.