Vegna dræmra undirtektar og afskráningar á atriðum á Stórsýningu Fáks sem vera átti nk. laugardag hefur stjórn Fáks ákveðið að fresta sýningunni þetta sinnið. Þessi tímasetning, laugardag fyrir páskadag, hentar flestum  illa og þar sem afbókanir á öflugum sýningaratriðum hafa verið að koma um helgina var þessi ákvörðun tekin, þó það sé alltaf sárt að þurfa að hætta við skemmtilega viðburði.

Það er mikið að gerast í hestaheiminum þessa dagana en Fákur á þriðja laugardag í apríl sem sýningardag og hvetjum alla til að fylkja liði og koma sterkari til leiks á næsta ári með flotta og öfluga Reiðhallarsýningu þann 18. apríl 2015. Við viljum þakka þeim sem tóku vel í bón okkar og vildu taka þátt í sýningunni, hina sem ekki gátu viljum við biðja að taka frá þann 18. apríl á næsta ári og vera með okkur í Stórsýningu Fáks.