Laugardaginn 22. apríl n.k. verður Stórsýning Fáks í Reiðhöllinni Víðidal tilefni af 30 ára afmæli Reiðhallarinnar og 95 ára afmælis félagsins.

Margt verður um manninn í Reiðhöllinni og fjölbreytt atriði í boði. Ræktunarbú koma fram, gæðingar og flottustu og hæst dæmdu stóðhestar landsins. Skeiðkempur, Kjarnakonur, töltslaufur, leynigestir og margt fleira sem gleður augað.

SSSól verður með sveitaball í Reiðhöllinni að sýningu lokinni en þakið ætlaði af tónleikasalnum í Háskólabíói á 30 ára afmælistónleikum þeirra á dögunum og var rafmögnuð stemming í húsinu allt frá upphafi tónleikanna til enda.

Hægt verður að kaupa miða á sitthvorn viðburðinn eða á báða í einu.

Taktu daginn frá og ekki láta þig vanta á einn stærsta hestatengda viðburð ársins!