Allt í ljósum logum á Stórsýningu Fáks

Það stefnir í funheita stórsýningu hjá Fáki næst komandi laugardagskvöld 16. april kl 21:00. Hitastigið mun rísa með ljósashowi í eldglæringum með landsins bestu knöpum og hestakosti.
Þetta er sýning sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Komdu, upplifðu og njóttu !

Rauðvín, hvítvín og bjór eftir sýningu þar sem jú auðvitað lang heitasti trúbardor landsins mun halda uppi stemmningu !

Forsala er 14. apríl kl 18-20:00. Fordrykkur að eigin vali fylgir forsölumiðum (bjór, hvítt, rautt eða gos/Tropí).