Fákur hefur tekið frá bæði hjólhýsa- og fellihýsa/tjaldvagnasvæði á LM sem hefst eftir rúmar þrjár vikur. Svæðið er merkt á kortinu sem hjólhýsasvæði og þeir sem vilja vera á sama svæði og Fáksmenn (halda hópinn = skapa stemmningu) eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Jón Finnur á fakur@fakur.is eða Hildu Karen á hilda@landsmot.is og panta stæði sem fyrst því þetta er óðum að fyllast og ekki hægt að halda stæðum lengi.

Einnig höfum við tekið frá beitarhólf en þar má vera með hestakerruna, tjalavagninn osfrv. ásamt litlu beitarhólfi (alls 100 fermetrar). Staðsetningin er SV við Reiðhöllina (merkt gult og sem beitarhólf á svæðinu) Það kostar kr. 5.000 og ætlum við Fáksmenn að vera saman á svæði og þurfa menn því að panta sem fyrst til að tryggja sér stað.

Allar nánari upplýsingar er einnig hægt að nálgast á www.landsmot.is