Sá leiði atburður varð í gær að ung stúlka datt af hestbaki er hún var á reiðstígnum á milli traðann í Víðidalnum. Hesturinn hennar fældist vegna rúlluplastsenda sem flakksaði á rúllum sem geymdar voru þar en það má ekki samkvæmt umhverfisrelgur hér á Fákssvæðinu þá er m.a. banna geymslu á rúllum/böggum utandyra við hesthús. Það hátta nú svo um að hjá sumum að hjá sumum eru rúllurnar töluvert fyrir og þessar reglur eru settar til að umhverfið okkar sé eins öruggt og hægt er fyrir okkur til að ríða út í. Við hvetjum alla til að virða þessar reglur og geyma bagga innandyra eða á þar til gerðum baggageymslusvæðum. Þeir sem ætla að nýta sér það verða að tala við Jón Finn í síma 898-8445 og fá pláss á gamla bílastæðinu hjá Reiðhöllinni.