Skráning er í fullum gangi á Reykjavík Riders cup sem verður haldið á félagssvæði Fáks 19. – 21. júní. Keppt verður í meistaraflokki í eftirtöldum hringvallargreinum, T1, F1, V1 og T2 ef næg skráning næst. Ekki verða riðin B-úrslit og fara 6 knapar beint í A-úrslit. Forkeppnin verður riðin á föstudaginn (19. júní, seinnipart og kvöld) og svo úrslitin á sunnudeginum 21. júní eftir hádegi. Glæsileg verðlaun verða í  boði sem og skemmtileg aukaverðlaun. Við hlökkum til að sjá snjalla knapa og mjög góða hesta etja kappi á stuttu og öflugu móti í Víðidalnum.

Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/ og lýkur henni þriðjudagskvöldið kl. 23:59

Skráningargjald er kr. 6.500 á hverja grein.