Gæðingamót Fáks fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 28. – 31. maí næstkomandi. Vegleg verðlaun verða í öllum greinum og að auki verður hin glæsilega „Gregersen-stytta” veitt þeim Fákskeppanda sem sýnir prúðmennsku og snyrtimennsku í hvítvetna og er ávallt klæddur Fáksbúningi í allri keppni á meðan á mótinu stendur.

Auk gæðingakeppnnnar sem er opin í ár verður keppt í tölti og 100 m skeiði. Einnig verður boðið upp á nýja keppnisgrein og verður keppt í C flokki í gæðingkeppni.  Sú keppnisgrein er hugsuð fyrir byrjendur og lítt reynt keppnisfólk og hvetum við alla til að taka þátt og hafa gaman að en senda þarf póst á fakur@fakur.is til að skrá sig í hana (nafn knapa, hests, isnúmer hests, fæðingarstað). Í C flokki gæðingarkeppninnar er sýnt eftirfarani prógramm.

 • Hringvöllur : Riðnir skulu tveir hringir og sýnt fet , tölt og/eða brokk, og stökk.
 • Sýni keppandi bæði brokk og tölt er einkunn fyrir betri gangtegundina notuð.

Keppt er í T1  sem er opið fyrir 18 ára og eldri en keppt í  T3 fyrir 17 ára og yngri Fáksfélaga (börn og unglinga)  Skráning á mótið fer fram á Sportfeng          http://skraning.sportfengur.com

Keppnisgreinar eru eftirfarandi:

 •    A flokkur gæðinga
 •    A flokkur gæðinga áhugamenn
 •    B flokkur gæðinga
 •    B flokkur gæðinga áhugamenn
 •    C flokkur (fyrir lítt reynda keppendur)
 •    Barnaflokkur
 •    Unglingaflokkur
 •    Ungmennaflokkur
 •    100 m,
 •    150 m
 •    250 m skeið
 •    Tölt T3 (börn og unglingar)
 •    Tölt T1 aldurstakmark 18 ára á árinu og eldri

Skráningargjald í gæðingakeppni, ungmennaflokk og T1 er kr.  4.000, kr. 3.000 í barna- og unglingaflokk, skeiðgreinar og T3

Mótið er öllum opið sem eru löglegir í gæðingakeppni (knapi og eigandi hests skuldlausir félagsmenn).

Mótanefnd Fáks áskilur sér rétt til þess að fella niður keppnisflokka ef þátttaka telst ekki næg.

Skráning fer fram á eftirfarandi slóð: http://temp-motafengur.skyrr.is/  þar er valið mót og síðan Fákur osfrv. Athugið að þeir sem ætla að skrá í áhugamannaflokk skrái á áhugamannagæðingamót Fáks en hinir á gæðingamót Fáks. Skráningafrestur rennur út kl. 23:59 mánudaginn 25. maí.

Pollar eru alltaf með á Gæðingamóti Fáks bæði vanir og óvanir. Vanir pollar ríða hægt tölt og fegurðartölt. Óvanir pollar eiga að vera teymdir af forráðamanni. Allir pollar sem eiga grímubúninga eru hvattir til að mæta í þeim. Svo má líka skreyta hestana og um að gera að láta alla regnbogans liti njóta sín. Pollum er ekki sætaraðað en þeir fá allir verðlaunapening frá Fáki. Pollum er ekki heimilt að mæta á stóðhestum. Við pollaskráningu er gott að fá litríkar lýsingar á búningum og hestum en ekki er þörf á ISnúmeri hesta. Ekkert skráningargjald er í pollaflokk en skráning fer fram á skráningarblaði sem liggur upp í Veislusal fram að laugardeginum. Gert er ráð fyrir að pollar komi fram á aðal úrslitadeginum en það verður nánar auglýst þegar dagskrá liggur fyrir.