Gæðingamót Fáks fer fram í Víðidalnum dagana 26. – 28. maí. Mótið er opin gæðingakeppni í opnum flokkum, áhugamannaflokkum og yngri flokkum. Að auki verður boðið upp á tölt og skeið. Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður greinar, náist ekki lágmarksfjöldi skráninga.

Skráning er hafin á vefnum og verður einungis tekið við skráningum þar. Skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 22.maí: http://skraning.sportfengur.com/
Skráningargjöld í ungmennaflokk, fullorðinsflokka og tölt eru kr. 4.900 en kr. 3.900 í yngri flokka og skeið.

Athugið að í skráningarkerfinu eru tvö mót, annars vegar opnir flokkar og yngri flokkar og hins vegar áhugamannaflokkar, A og B:
IS2017FAK108 – Gæðingamót Fáks
IS2017FAK109 – Áhugamannamót Fáks

Átta efstu knapar í gæðingakeppninni ríða úrslit og hljóta verðlaun. Að auki verður hin glæsilega „Gregersen-stytta“ veitt þeim Fáksfélaga sem sýnir prúðmennsku og snyrtimennsku í hvítvetna og klæðist Fáksbúningi í allri keppni á meðan á mótinu stendur.

Mótanefnd Fáks