Stærsta hestaíþróttamót í Íslandshestaheiminum er framundan en það er að sjálfssögðu Reykjavíkurmótið sem hefst miðvikudaginn 1. maí. Mótið sjálft tekur 5 daga og þurfa margar hendur að koma að því svo það gangi eins vel og hefur gert undanfarin ár. Mótanefnd óskar því eftir sjálfboðaliðum til starfa á mótinu, s.s. í ritarastörf, fótaskoðun og hliðvörslu. Það er gaman og lærdómsríkt að starfa á svona mótum enda alltaf fjör í kringum hestamenn. Áhugasamir geta sent okkur póst á fakur@fakur.is og gott væri að þar kæmi fram símanúmer og hvaða tíma (innan hvers dags eða daga) viðkomandi getur unnið. Mótiðverður sett upp í vaktahópa en það hefst eftir hádegi alla virku dagana svo það væri gott að þeir sem geta komið þá myndu láta okkur vita með það.

Mótanefnd