Fákur átti 95 ára afmæli á mánudaginn var og þess vegna ætlar Fákur og kvennadeild Fáks að halda afmælisveislu nk. laugardag. Öllum Fáksmönnum og velunnurum félagsins er boðið á kökuhlaðborð kvennadeildar Fáks nk. laugardag. Kvennadeildin hvetur jafnframt alla félagsmenn í Fáki til að leggja hönd á plóg við kaffihlaðborðið með því að koma með veitingar og eða hjálpa til á laugardaginn.

Riðið verður á móti Harðarmönnum nk. laugardag. Lagt verður af stað frá stóra gerðinu í A-tröðinni stundvíslega kl. 13:00 en riðið verður upp í Ósakot þar sem við hittum Harðarmenn um kl 14:00.

Veðurspá er góð svo við hvetjum alla til að ríða á móti kátum Harðarfélögum sem fjölmenna til okkar og koma svo út í félagsheimili á kökuhlaðborðið.