Reykjavíkurmeistaramót Fáks verður haldið 7. – 11. maí nk. á félagssvæði Fáks. Skráning hefst miðvikudaginn 30. apríl  á sportfengur.com og stendur til miðnættis laugardaginn 3. maí. Búist er við að dagskrá verði hefðbundin þ.e.a.s. fjórgangur á miðvikudegi, fimmgangur á fimmtudegi, tölt á föstudegi og úrslit um helgina sem og skeiðgreinar. Nánari dagskrá verður auglýst þegar skráning liggur fyrir og ráslisar birtir um og eftir helgi. Stefnt er að því að mótið verði keyrt á Hvammsvellinum. Hann er opinn þessa dagana til æfinga en ef það rignir mikið verður honum lokað. Brekkuvöllurinn er ávallt opinn.

Keppt verður í öllm helstu flokkum en ef næg skráning verður ekki í einhverjum flokki verður hann sameinaður öðrum. Allir beðnir að skoða vel styrkleikaflokkana en núna er einnig boðið upp á T7 (tölt fyrir mjög lítið keppnisvant fólk) og V5 sem er fjórgangur fyrir lítið vant keppnisfólk.

Skráningargjöld eru kr. 5.000.- nema í barna og unglingaflokkum sem og skeiðgreinum þar sem þau eru kr. 3.000 (nema í gæðingaskeiði þar sem þau eru kr. 5.000).

Keppendur í Fáki verða að vera búnir að greiða árgjaldið í ár til að hafa keppnisrétt.

Skráning á eftirfarandi slóð: http://temp-motafengur.skyrr.is/  þar er valið mót og síðan Fákur osfrv.

Sendið póst á fakur@fakur.is til að fá nánari upplýsingar (með símanúmeri).

Mótstjórn