Vegna gríðalegs fjölda skráninga undanfarin ár hefur verið ákveðið að takamarka skráningafjölda í hringvallargreinum að tölti T1 undanskildu.  Skráning verður einnig ótakmörkuð í skeiðgreinum.  Ástæðan fyrir því að tölt T1 og skeiðgreinar eru undanskildar er að í ár er Landsmótsár.

Fáksmenn munu hafa forgang í skráningu og fá þeir 2 daga áður en skráning opnast fyrir önnur félög.

Á stórmóti sem þessu er mikilvægt að hafa góða sjálfboðaliða í ýmis störf og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að taka þátt í að vinna á mótinu að senda okkur línu í netfangið annasne@gmail.com

Okkur vantar starfsfólk í dómpall, fótaskoðun, hliðverði, ritara hjá dómara og í veitingar.

Með bestu kveðjur,

Mótanefnd