Skemmtilegur vorreiðtúr verður farinn nk. laugardag enda veðurspáin góð og kominn tími til að kíkja aðeins út úr hverfinu. Lagt verður af stað frá TM-Reiðhöllinni kl. 16:00, (athugið breyttan tíma frá hefðbundunum reiðtúrum) og verður riðið upp á Hólmsheiði, niður í Almannadal þar sem verður áð og Þorri síungi ætlar að grilla pylsur oní mannskapinn (enda skuldar hann okkur sextugsafmælispartý síðan í fyrra). Síðan verða  nýju reiðvegirnir í Rauðhólum riðnir heim.

Allir velkomnir og um að gera að fjölmenna í skemmtilegan reiðtúr og nota vel góða útreiðarveðrið því það spáir rigningu og slyddu frá sunnudeginum og alla næstu viku (næstum því) 😉