Síðasta Powerade vetrarhlaupið fer fram í kvöld. Ræst verður klukkan 20:00 frá Árbæjarlaug og ættum við að geta orðið vör við hlaupara á svæðinu þar í kring frá 20:00 – 20:30. Það eru 300-400 hlauparar skráðir í hlaupið og ættum við að vera vör við hlaupara á svæðinu okkar á bilinu 20:00 – 20:30 en þau hlaupa á göngustígum í gegnum svæðið okkar og fara yfir hvítu brúnna út við Breiðholsbraut.