Vegna fjölda fyrirspurna síðustu daga mun verða haldið punktamót í Fáki miðvikudagskvöldið 13. júlí. Riðin verður forkeppni í eftirtöldum greinum
T3
V2
F2
T4
PP2 (gæðingaskeið)

Áætlað er að hefja mótið kl. 19:30 á fjórgangi, síðan fimmgangur, tölt og slaktaumatölt. Endað verður á gæðingaskeiði niður á kynbótabraut (fyrir framan félagsheimilið). Ekki er búist við mörgum skráningum svo mótið mun ganga mjög hratt fyrir sig.

Skráning er á sportfeng og lýkur henni kl. 13:00 miðvikudeginum. Ráslistar og dagskrá gefin út í kjölfarið.