Þórir Örn Grétarsson er nýráðinn framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Fáks. Þórir Örn mun formlega hefja störf að loknu HM Í Hollandi nú í ágúst.

Starf framkvæmdastjóra var auglýst í byrjun júní. 10 umsóknir bárust stjórn um starfið og voru það 3 fulltrúar úr stjórn, þau Leifur Arason, Maríanna Gunnarsdóttir og Sigurlaug Anna Auðunsdóttir, sem sáu um starfsviðtöl og ráðningu hans.

Þórir Örn er flestum hestamönnum vel kunnugur en hann hefur verið virkur í starfi Hestamannafélagsins Harðar, starfað sem íþrótta- og gæðingadómari í mörg ár, setið bæði í Keppnis- og Landsliðsnefnd hjá Landssambandi Hestamannafélaga svo fátt eitt sé nefnt.

Stjórn Fáks býður Þóri Örn velkominn til starfa og hlakkar til samstarfsins.