Nýverið var undirritaður nýr samningur við Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar um afnot og rekstur Fáks á TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Stjórn Fáks telur samninginn mjög góðan og er m.a. kveðið á í honum aukið fé til reksturs Reiðhallarinnar sem og til viðhalds en það fer að koma að kostnaðarsömu viðhaldi á henni. Reykjavíkurborg á TM-Reiðhöllina og hefur Fákur fyrir hönd hestamanna í Reykjavík séð um rekstur hennar. Reykjavíkurborg leggur til styrk með TM-Reiðhöllinni til æfingartíma fyrir hestamenn. Rekstrarkostnaður er lúmskt hár á svona mannvirki og er t.d. bara rafmang og hiti tæpar 3 millj. á ári, þó allt sé keyrt í lágmarki (aðeins kveikt á fjórðungi á ljósum í salnum osfrv.). Reykjavíkurborg borgar fasteingagjöldin (sem eru rúmar 10 millj. á ári), brunatryggingu osfrv. og nokkuð augljóst að það yrði hestamönnum þungur baggi að eiga og reka svona mannvirki sjálfir. Það er því alveg ljóst að Reykjavíkurborg styrkir hestamenna vel í þessum málum og eigum við Íþrótta- og tómstundasviði þakkir skyldar fyrir að styðja við bakið á okkur.

Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri ÍTR, og Hjörtur Bergstað, formaður Fáks undirrita nýja samninginn.

Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri ÍTR og Hjörtur Bergstað, formaður Fáks, undirrita nýja samninginn.